

Halldór Kristján Sigurðsson er virkilega frábær fasteignasali.
Ég þekkti hann ekki neitt þegar ég sendi honum tölvupóst og bar upp það sem var að brjótast um í mér.
Hann hringdi strax í mig og við ræddum málið og það sem mér þótti svo vænt um hvað hann var tilbúinn að gera til að allt gengi upp sem það svo auðvitað gerði. Það var alltaf auðvelt að ná sambandi við hann. Ef hann gat ekki svarað síma þá sendi hann skilaboð og hringdi svo þegar hann var laus. (Ég hefði blokkað mig😂)
Allt hefur verið 100% í okkar samskiptum og myndi ég ekki hika við að mæla með Halldóri við mína bestu vini.
Ljúfur, áreiðanlegur, röskur, heiðarlegur, þú skiptir máli og hann “nennir” þér.
Takk Halldór fyrir frábæra þjónustu.
Anna Jónsdóttir
Halldór Kristján Sigurðsson er með ríflega 25 ára starfsreynslu
sem sölumaður og þarf af yfir 10 ár sem fasteignasali. Hann lauk námi í löggildingu árið 2018 og hefur síðan þá verið sjálfstætt starfandi fasteignasali. Halldór er ábyrgur, fylginn sér og kemur til móts við þarfir viðskitpavina hverju sinni.
Það er að ýmsu að huga við kaup og sölu á fasteignum en eftirfarandi þjónusta er í boði hjá Fasteignasalanum ykkar:
Ráðgjöf: Fagleg ráðgjöf og aðstoð við sölu og kaup eigna.
Gögn og mat á eignum: Gert er verðmat á eigninni þar sem eignin er verðlögð með tilltil til markaðaðar hverju sinni og söluverði á sambærilegum eignum í hverfinu. Söfnun gagna fyrir söluferlið.
Markaðssetning: Eignin er markaðssett á skilvirkan hátt eins og við á hverju sinni. Faglegar ljósmyndir eru teknar af eigninni og upplýsingar birtar um eignina sem draga að sér athygli kaupenda.
Sýning eigna: Eignin er sýnd tilvonandi kaupendum hvort heldur sem er í einkasýningu eða á opnu húsi. Eftirfylgni á sér stað eftir að eignin hefur verið sýnd til að ná sem bestum niðurstöðum fyrir viðskiptavininn og svara spurningum mögulegra kaupenda varðandi eignina.
Samskipti við kaupendur: Haft er samband við alla einstaklinga sem sýna eigninni áhuga og öllum fyrirspurnum varðandi eignina er svarað af fasteignasala.
Kauptilboð og ráðgjöf: Fasteignasalinn ykkar sér um að útbúa tilboð og koma þeim á framfæri eins fljótt og unnt er svo viðskiptavinurinn fái bestu mögulegu þjónustu. Hann er ráðgjafandi í því ferli fyrir aðila.
Kaupsamningur og eftirfylgni: Eftir að kauptilboð er samþykkt er gerður kaupsamningur. Samningurinn er í höndum þriðja aðila sem hefur yfir 30 ára reynslu af samningum. Fasteignasali fylgir kaupferlinu fram að afsali eignar og lengur ef þess þarf.